Hvar getur sjúkraþjálfun hjálpað?
Sjúkraþjálfun getur hjálpað við flest þau vandamál sem stafa frá lið- og vöðvakerfi líkamans. Nokkur dæmi um það eru:
* Bakverkir, með eða án leiðandi verkja.
* Hálsverkir
* Verkur eða stífleiki í liðamótum (t.d. öxlum, mjöðmum, olnbogum og hnjám)
* Brjósklos
* Gigtarverkir og vefjagigt
* Íþróttameiðsl
* Leiðandi verkir út í hendur eða fætur
* Höfuðverkir, svimi og suð í eyrum, og fleira ef upptök eru frá stoðkerfi
* Bráða sem króníska verki
Sjúkraþjálfun er fyrir unga sem aldna, íþrótta- og skrifstofufólk.
Hvað er sjúkraþjálfun?
Sjúkraþjálfun er byggð á eðlilegri starfsemi líkamans og frávikum sem kunna að valda óþægindum. Sjúkraþjálfarar fást við greiningu og meðferð fólks með ýmis einkenni sem tengjast truflun á hreyfigetu og stafa af sjúkdómum, slysum eða röngu álagi.
Markmið sjúkraþjálfunar er að auka og viðhalda styrk, hreyfigetu, jafnvægi og færni sjúklings, kenna leiðir til að fyrirbyggja tap á þessum þáttum og minnka verki. Meðferð getur verið einstaklingsbundin eða í hópum, allt eftir því hvað við á hverju sinni.
Einstaklingsmeðferð felst m.a. í styrkjandi, liðkandi og úthaldsaukandi æfingum, fræðslu um rétta líkamsbeitingu og góða líkamsstöðu o.fl., rafmagnsmeðferð, teygjum, hita/kuldameðferð, nuddi, liðlosun o.fl.